Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Engar upplýsingar hafa verið gefnar um framhald Tysabri-gjafar handa MS-sjúklingum og bíða nú tugir MS-sjúklinga í óvissu um framtíð sína. Í viðtali á laugardag kvaðst Ásta Möller, alþingismaður meira að segja hafa heyrt, að sjúklingar væri valdir í meðferð eftir menntun. Því verður vart trúað.
Hins vegar hefur Ásta lagt fram sundurliðaða fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, þar sem hún leitar svara um Tysabri-lyfjagjöf, áætlanir heilbrigðisyfirvalda o.s.frv.
Flestir óttast að aðalástæðan, sem ráði tregðu yfirvalda til að gefa lyfið sé sú að kostnaður við það er allnokkur á ári. Á sunnudagskvöld var Sigurbjörg Ármannsdóttir spurð út í kostnaðinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 og benti á að það gæti og mætti ekki teljast lúxus að geta lifað mannsæmandi lífi á Íslandi.
Tysabri er eina lyfið sem hefur borið verulega góðan árangur gegn multiple sclerosis, sem er enn ólæknandi sjúkdómur. Árangur af lyfinu er 80 af hundraði.
Fréttin um Lindu og Hauk sem bæði voru komin á biðlista eftir Tysabri er fyrsta dæmið um einstaklinga, sem komin voru á biðlista eftir Tysabri en er síðan beinlínis hafnað skýringalaust Landspítalanum.
Matthías Halldórsson, landlæknir, vísar því á bug að fjárskortur komi í veg fyrir að MS-sjúklingar fái Tysabri í viðtali við Morgunblaðið í gær, heldur hamli aðstaða Tysabri-gjöf.. Í frétt Morgunblaðsins segir:
“Hann segir þó unnið að því að bæta við meðferðartímum á deildinni, auk þess sem verið sé að hefja meðferð með tysabri á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Þetta er að aukast og þeir munu fá þetta sem talið er að hafi gagn af þessu,“ segir hann en bætir því við að meðferðin gagnist sjúklingum misvel.” - h