Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Ef þú hefur áhuga og vilt taka þátt, endilega hafðu samband við annaðhvort mig, Bergþóru Bergsdóttur, fræðslufulltrúa MS-félagsins (s.: 568 8620, netfang: msfraedsla@gmail.is), eða Mayu Lekkas (s.: 766 6695, netfang: maya_lekka@hotmail.com).
Þar sem Maya er enskumælandi munu viðtölin fara fram á ensku. Ef þú þarfnast aðstoðar við túlkun er þér frjálst að hafa einhvern með þér í viðtalið til að styrkja samtölin en einnig getur Maya boðið fram túlk. Ég er einnig tilbúin til að aðstoða við túlkun sé óskað eftir því.
Viðtölin munu taka 30-60 mínútur. Samtölin geta verið yfir kaffibolla einhvers staðar sem hentar, eða í gegnum síma. Gert er ráð fyrir að taka viðtölin í júlí og ágúst. Mögulegt er að taka símaviðtöl síðar.
Maya Magdalena Lekkas er iðjuþjálfari sem útskrifaðist árið 2007 frá háskólanum í Aþenu, Grikklandi. Hún hefur starfað á Grensás, Landspítala frá október 2017 en þar á undan aðallega við taugafræðilega endurhæfingu í Grikklandi, Bretlandi, Botsvana og Ástralíu.
Maya er nú í meistaranámi við háskólann í Jönköping í Svíþjóð.
Leiðbeinandi Maya er Anestis Divanoglou, lektor á heilbrigðisvísindasviði HÍ, sem hélt frábæran fyrirlestur á MS-ráðstefnunni sl. haust.
Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi