Jólakort

Jólakortið í ár skartar verkinu Hortensía eftir Pétur Gaut. Verkið er olíumálverk, málað á þessu ári. Kortin eru bæði með og án hefðbundinna jóla- og nýárskveðja og henta þannig einnig sem gjafakort.

Kortin eru til sölu á skrifstofu MS-félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík og hjá söluaðilum víða um land, sjá nánar hér.

Kortin eru seld sjö saman í pakka á aðeins 1.500 krónur.

Blandaðir pakkar með úrvali korta síðustu ára fást einnig á skrifstofu með og án jólakveðja, sjö saman í pakka á 1.500 krónur.

 

Plaköt

PlakatPlakat

Félagið hefur látið gera plaköt eftir tveimur einstaklega fallegum listaverkum Eddu Heiðrúnar Backman, "Í hásal vinda" og "Húmar að". Plakötin eru í stærðinni A3 og voru prentuð 100 tölusett eintök af hvoru plakati.

Plakötin fást á skrifstofu félagsins og kosta 5.000 krónur.

Hægt er að fá þau send gegn greiðslu sendingarkostnaðar, kr. 1.100 á keypta einingu. Hafið samband í síma 568 8620 eða með tölvupósti msfelag@msfelag.is.

 

 

 

 Dagatal

DagatalÁkveðið var að endurtaka leikinn frá fyrra ári og gefa út borðdagatal fyrir árið 2020 með fallegum myndum Eddu Heiðrúnar Backman

Dagatalið er listrænt og fallegt og hefur að geyma bæði vatnslitamyndir og olíumyndir. Einkar hentugt til tækifærisgjafa sem og í pakkaleiki eða leynivinaleiki fyrir jólin.

Dagatalið kostar 2.500 krónur og er til sölu á skrifstofu félagsins. Einnig er hægt að fá það sent gegn greiðslu 250 kr. sendingarkostnaðar á keypta einingu.

 

 

 

Stuðningur ykkar eflir okkar starf!