Íris Eik Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, hefur verið ráðin til starfa fyrir félagið. Hún mun sinna félagsráðgjöf, fjölskyldu- og parameðferð fyrir félagsmenn MS-félagsins.

Íris Eik útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 2003 og sem fjölskyldufræðingur frá endurmenntun Háskóla Íslands árið 2018. Hún er einnig með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í réttarfélagsráðgjöf frá árinu 2010 og framhaldsmenntun í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla frá árinu 2011.

Íris Eik starfaði sem félagsráðgjafi og verkefnastjóri hjá Velferðarsviði Reykjavíkur frá 2003-2005. Hún var félagsráðgjafi og síðar sviðsstjóri meðferðarsviðs fangelsismálastofnunar á árunum 2007-2014. Þá vann hún á Landspítalanum frá 2014-2017 á  öryggis- og réttargeðdeild, fíknisviði og nú síðast í samfélagsgeðteymi sem sinni fólki með geðrofssjúkdóma. Frá árinu 2014 hefur hún unnið sem sjálfstætt starfandi félagsráðgjafi hjá Félagsráðgjafarstofunni og Domus Mentis - Geðheilsustöð. Þá hefur hún sinnt mötum og meðferðum fyrir einstaklinga sem eru í starfsendurhæfingu á vegum Virk starfsendurhæfingar. Frá árinu 2007 hefur hún verið stundakennari við Háskóla Íslands ásamt því að hafa haldið fyrirlestra bæði innanlands og erlendis.

 

Viðtölin eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Þau fara fram í nýuppgerðu og notalegu viðtalsherbergi í MS-húsinu að Sléttuvegi 5.

 

Viðtölin verða í boði á miðvikudögum. Hægt er að panta tíma:

 

Tilkynna þarf um forföll eigi síðar en kl. 15 daginn fyrir viðtal með því að:

 

Sjá þjónustusíðu félagsráðgjafa hér

 

VELKOMIN TIL STARFA, ÍRIS EIK !

 

 

Margrét Sigurðardóttir lætur af störfum 

 

Margrét Sigurðardóttir, félagsráðgjafi, sem starfað hefur farsællega hjá félaginu í áraraðir, ætlar nú að njóta gulláranna - nánar um það síðar.

 

 

BB