Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að Helena Unnarsdóttir félagsráðgjafi hefur hafið störf fyrir MS-félagið.
Helena kemur til okkar í gegnum Samskiptastöðina, sem MS-félagið á mikið og gott samstarf við, og mun sinna ráðgjöfinni á fimmtudögum. Nú þegar er hægt að bóka tíma í ráðgjöf í gegnum bókunarkerfi Noona. Viðtölin geta farið fram í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5 eða yfir fjarfundarbúnaðinn Kara Connect og eru því aðgengileg fyrir félaga okkar um allt land.
Helena útskrifaðist úr félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands vorið 2004 og lauk MSW í félagsráðgjöf frá sama skóla árið 2010.
Hún hefur frá árinu 2004 starfað við félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaga. Síðustu 13 ár starfaði hún hjá Fjölskyldu- og barnamálasviði Hafnarfjarðar, þar af sem deildarstjóri barnaverndar sl. 5 ár.
Helena útskrifaðist sem PMTO meðferðaraðili haustið 2015 og hefur sinnt foreldraráðgjöf, námskeiðum og handleiðslu á því sviði undanfarin ár meðfram vinnu.
Tölvupóstfang Helenu er helena@msfelag.is
BÓ