Það er okkur mikil ánægja að upplýsa að MS-félagið hefur gert samning við Samskiptastöðina um veitingu sálfræðiþjónustu fyrir félaga. Það er Sigrún Ólafsdóttir Flóvenz sem mun sinna ráðgjöfinni annan hvern föstudag á móti Berglindi Jónu Jensdóttur. Viðtölin fara fram í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5 eða yfir fjarfundarbúnaðinn Kara Connect og eru því aðgengileg fyrir félaga okkar um land allt.

 

Lógó Samskiptastöðvarinnar

 

Sigrún lauk Cand. psych prófi frá Háskóla Íslands árið 2008 og doktorsprófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2021.

Sigrún hefur víðtæka reynslu af greiningu og meðferð sálræns vanda bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hún hefur meðal annars unnið innan réttarvörslukerfisins á Íslandi, verið deildarsálfræðingur fyrir tvær innlagnardeildar á sjúkrahúsi í Stokkhólmi, unnið á göngudeild fyrir fólk með margvíslegan geðrænan vanda, séð um sálfræðiþjónustu fyrir háskólanema og veitt sálfræðinemum í þjálfun handleiðslu.

Á undanförnum árum hefur Sigrún lagt stund á rannsóknir í sálfræði og komið að kennslu við Háskólann í Reykjavík.

MS-félagið býður félögum með MS og nánum aðstandendum endurgjaldslaus stuðningsviðtöl við sálfræðing.  Undanfarin ár hefur Heilbrigðisráðuneytið styrkt sálfræðiráðgjöf félagsins og þannig gert okkur kleift að bjóða þessa mikilvægu þjónustu.

Eins og áður segir eru viðtölin í boði á föstudögum og er hægt að bóka í bókunarkerfi Noona eða með því að hafa samband við skrifstofu, sími: 568 8620, netfang: msfelag@msfelag.is

 

 

Hlekkur á bókunarsíðu

Hlekkur á upplýsingasíðu um sálfræðiþjónustu félagsins