Helga Kolbeinsdóttir hefur hafið störf á skrifstofu MS-félagsins í 50% starfshlutfalli sem ritari Nordisk MS Råd (samband norrænna MS-félaga) vegna formennsku Íslands frá júní 2016 til júní 2018 auk þess sem hún mun vinna að öðrum verkefnum fyrir félagið.

 

Helga er 31 árs menntaður guðfræðingur og hefur síðastliðin þrjú ár starfað sem prestur í Noregi.

Frá unga aldri hefur hún haft tengsl við félagsstarfsemi, þá fyrst og fremst KFUM & KFUK þar sem hún hefur unnið mikið með bæði börnum og unglingum.

Hún heyrði fyrst af MS-félaginu í gegnum góðan fjölskylduvin, Hafdísi Hannesdóttur sem var virk bæði í stjórn og starfi félagsins á tímabili.

Þegar Helga sá starf auglýst hjá félaginu sá hún þar gott tækifæri til að taka þátt í því góða starfi sem henni finnst vera unnið þar.

Helga er mjög áhugasöm um málefni félagsins og hlakkar til að takast á við ný verkefni og kynnast starfseminni bæði á Íslandi og hinum Norðurlöndunum.

 

Við bjóðum Helgu velkomna til starfa og hlökkum til að njóta þekkingar hennar og reynslu til þeirra verkefna sem framundan eru.

 

 

 

BB