Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Nú á dögunum var Ungmennaráð MS-félagsins stofnað og er það liður í því markmiði MS-félagsins að efla félagsstarf fyrir unga / nýgreinda með MS.
Er það gert í framhaldi að stofnun félagshóps fyrir unga / nýgreinda einstaklinga með MS, sem stofnaður var í október sl., til að gefa ungu fólki vettvang til að fræðast, deila reynslu, kynnast fólki og hafa gaman saman. Sjá frétt þar um hér.
Hlutverk Ungmennaráðsins er að halda utan um félagsstarf MS-félagsins fyrir unga / nýgreinda og vera talsmaður hópsins á stjórnarfundum félagsins.
Í Ungmennaráði sitja þær Lára Björk Bender, stjórnarmeðlimur í MS-félaginu, Ástríður Anna Kristjánsdóttir, ungur fulltrúi Íslands í samtökum MS-félaga á Norðurlöndum (NMSR), og Alissa ´Logan‘ Vilmundardóttir, fræðslufulltrúi unga fólksins.
Facebook-hóparnir fyrir unga og nýgreinda eru tveir; Ungir / nýgreindir með MS sem er opinn hópur og svo lokaður hópur sem sækja þarf sérstaklega um aðgang að. Meðlimalisti lokaða hópsins er ekki öllum sýnilegur og ekki er hægt að leita að honum.
Facebook-hóparnir tveir verða reknir samhliða og allar upplýsingar frá umsjónaraðilum verða birtar í þeim báðum.
Öllum er velkomið að skrá sig í báða hópa.
Endilega hafið samband við Logan ef þið viljið skrá ykkur í lokaða hópinn og látið orðið berast til allra þeirra sem gætu haft áhuga á honum.
Það má einnig senda fyrirspurnir um félagsstarfið á Logan.
Við hlökkum til þeirra spennandi verkefna sem eru framundan og vonumst til að stofnun Ungmennaráðs verði til þess að félagsstarf fyrir unga / nýgreinda eflist enn frekar.
Bestu kveðjur,
Lára, Ástríður og Logan