Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar býður nú nýjum örorku- /endurhæfingarlífeyrisþegum í Reykjavík einstaklingsráðgjöf. Þeim verður boðið að koma í viðtal og ræða við þjónusturáðgjafa hjá Tryggingastofnun sem upplýsir hann um réttindi og þjónustuleiðir.
Markmiðið með þessari nýjung Tryggingastofnunar í þjónustu við lífeyrisþega er að kynna fyrir örorku- /endurhæfingarlífeyrisþegum helstu réttindi þeirra í almannatryggingakerfinu, þjónustuleiðir, reiknivél lífeyristrygginga og rafræna upplýsinga- og þjónustuvefi stofnunarinnar, www.tr.is og www.tryggur.is
Nýir örorku- /endurhæfingarlífeyrisþegar geta því vænst þess að u.þ.b. 2 - 4 vikum eftir að staðfesting á örorku/endurhæfingu liggur fái þeir bréf frá þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar með boði um að koma í viðtal við nafngreindan þjónusturáðgjafa á ákveðnum degi. Ef tíminn hentar ekki er hægt að hafa samband við þjónustumiðstöð og breyta tímanum.
Góð reynsla er af sambærilegri þjónustu fyrir ellilífeyrisþega en hún sýnir að um helmingur þeirra nýtir sér þessa þjónustu.
Áætlað er að um 100-120 einstaklingar hefji töku örorku- /endurhæfingarlífeyris mánaðarlega í Reykjavík. Tryggingastofnun vill með þessu veita persónulegri og betri þjónustu en áður.
Heimsækið Trygg, sérstakan þjónustuvef Tryggingastofnunar ríkisins, kannið hvernig hann virkar og notið þjónustuna (www.tryggur.is)