Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Þessa dagana er fyrra tölublað 2014 á leið til félagsmanna með pósti. Að venju er efni blaðsins fjölbreytt; greinar, viðtöl, fréttir og upplýsingar um þjónustu og námskeið. Blaðið má alltaf nálgast af forsíðu vefsíðunnar með því að smella á forsíðu nýjasta tölublaðsins (neðarlega hægra megin á vefsíðunni) en einnig má nálgast eldri tölublöð með því að smella á MeginStoð þar fyrir ofan. Einstakar greinar MeginStoðar má einnig finna í greinasafni vefsíðunnar, sjá undir MS-sjúkdómurinn, efst á vefsíðunni.
Auk fastra liða svo sem kveðju formanns, upplýsinga frá skrifstofu um þjónustu og námskeið auk frétta og mynda frá MS-Setrinu er að finna viðtal við Margréti Guðnadóttur, prófessor í sýklafræðum og landsins helsta veirufræðing, sem m.a. hefur skoðað hvort MS-sjúkdómurinn sé af völdum veirusýkingar, grein Heru Garðarsdóttur, móður ungrar MS-konu, um viðbrögð hennar við sjúkdómsgreiningu dóttur hennar, grein um listakonurnar Maríu Pétursdóttur og Lorellu Mussoni, sem báðar hafa MS og hafa tengst í sameiginlegu verkefni í gegnum listana. Einnig er í blaðinu að finna grein Guðrúnar Sigríðar Eiríksdóttur um mikilvægi þjálfunar og frásögn af norrænum fundi MS-félaga sem haldinn var á Íslandi og MSFF-hópurinn gefur okkur innsýn í starfsemi þeirra frá stofnun hópsins sl. sumar. Þá er vakin athygli á litilli rafskutlu sem hjálpartæki sem nýst gæti einhverjum.
Sjá blaðið hér
BB