ÖBÍ stendur fyrir kröfugöngu á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, sunnudaginn 1. maí, undir slagorðinu „Fæði, klæði, húsnæði fyrir alla!

Mæting er kl. 13 við Hlemm og síðan ganga allir eða rúlla saman niður Laugaveginn.

ÖBÍ mun gefa höfuðbuff sem eru með litríkum barnateikningum af fæði, klæði og húsnæði líkt og sést hér á mynd viðburðarins.

Krafan er að allir eigi klæði, nóg að bíta og brenna og hafi þak yfir höfuðið. 

6.100 börn á Íslandi líða skort og eiga einungis eitt skópar sem passar, þau fá hvorki kjöt né grænmetismáltið daglega né búa í viðunandi húsnæði. Þetta eru þættir sem þykja ólíðandi í íslensku samfélagi. 

Börn tekjulágra foreldra og börn sem eiga foreldra sem eru örorkulífeyrisþegar búa við mestan skort.

Ef þú vilt mótmæla þessu ástandi – ef þú vilt breyta þessu, gakktu þá eða rúllaðu með þann 1. maí.

 

ÖBÍ hvetur ykkur, vini ykkar og fjölskyldu til að mæta – börn eru sérstaklega velkomin.

 

 

 

(Auglýsing frá ÖBÍ)