Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Edda Heiðrún Backman var sæmd Hvatningarverðlaunum Öryrkjabandalagsins í flokki einstaklinga á alþjóðadegi fatlaðra í gær og Öskjuhlíðarskóli hlaut samsvarandi verðlaun í flokki stofnana og SÍBS í flokki fyrirtækja. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin. Endurhæfing og dagvist MS-félagsins naut þess heiðurs að komast í úrslit í sínum flokki.
Hvatningarverðlaun ÖBÍ voru nú veitt í þriðja sinn á alþjóðadegi fatlaðra og þeir sem verðlaunin hljóta þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Grunnhugsunin er að verðlauna þá, sem stuðlað hafa að einu samfélagi fyrir alla.
Edda Heiðrún varð verðlaunuð fyrir mikinn styrk, kjark og áræðni í að bæta aðstöðu sjúkra og fatlaðra, m.a. með söfnunarátakinu „Á rás fyrir Grensás“.
Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga var verðlaunað fyrir fyrirmyndaraðgengi við SÍBS-húsið, Síðumúla 6.
Öskjuhlíðarskóli var verðlaunaður fyrir að gera nemendur hæfa til þátttöku í samfélaginu á sem flestum sviðum eftir því sem geta þeirra leyfir.
MS-félagið óskar ofangreindum þremur aðiljum til hamingju með Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2009.