Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Arna Huld fjallar um lokaverkefni í námi sínu á hádegisfundinum á laugardaginn 7. marz og nefnir verkefnið “Viðbótarmeðferðir fyrir sjúklinga með MS.”
Sem dæmi um óhefðbundna meðferð við MS sem er og hefur verið stunduð hérlendis reglulega fjórum sinnum í viku mörg undanfarin ár er Yoga undir handleiðslu Birgis Jónssonar, Ananda Yoga. Í Yoga-hópnum eru 8 MS sjúklingar, sem láta mjög vel af Yoga meðferðinni og mæta þátttakendur vel og reglulega.
Nefna má, að í mörgum löndum heims nota MS-sjúklingar kannabis í meðferðarskyni til að lina sársauka og auka lífsgæði sín. Margir læknar telja kannabis gera gagn og hafa heimild til að gefa kannabis líkt og hvert annað lækningalyf. Heimildir til að nota kannabis sem lyf eru þó mismunandi eftir löndum. Á Netinu er að fnna mörg vefsetur samtaka MS-sjúklinga, sem berjast fyrir lögleiðingu kannabis sem MS-lyfs.
Óhefðbundin lækninga- og meðferðarúrræði eru af ýmsum toga og við verðum að bíða laugardagsfundarins til að heyra hvaða atriði Arna Huld Sigurðardóttir ætlar að fjalla sérstaklega um.
Við hvetjum fólk til að fjölmenna á Sléttuveg 5 kl. 11:30-13:00 laugardaginn 7. marz.