Ólína Ólafsdóttir var fulltrúi MS-félagsins þegar fulltrú­ar frá átta sjúk­ling­sam­tök­um klipptu á borða til að opna að nýju fyr­ir um­ferð að Landspít­al­an­um frá Barón­stíg en lokað hafði verið fyr­ir um­ferð þaðan síðan í lok síðasta árs þegar fram­kvæmd­ir hóf­ust við nýtt 75 her­bergja sjúkra­hót­el á lóð spít­al­ans.

Heil­brigðisráðherra áréttaði þá skoðun sína að ekk­ert mætti tefja fram­kvæmd­ir við nýj­an spít­ala. Sagði hann að fram­kvæmd­ir við sjúkra­hót­elið gengju vel og að stefnt væri að opn­un sjúkra­hótelsins á næsta ári.

Með Ólínu og ráðherra klipptu á borðann þau Emil Thorodd­sen frá Gigt­ar­fé­lagi Íslands, Guðjón Sig­urðsson frá MND-fé­lag­inu, Sveinn Guðmunds­son frá Hjarta­heill, Bergþór Böðvars­son frá Geðhjálp, Guðbjörg Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir frá ÖBÍ, Bryn­dís Snæ­björns­dótt­ir frá Lands­sam­tök­un­um Þroska­hjálp og Sigrún Gunn­ars­dótt­ir frá Krabba­meins­fé­lag Íslands.

 

Heimild hér

 

 

BB