Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Ólína Ólafsdóttir var fulltrúi MS-félagsins þegar fulltrúar frá átta sjúklingsamtökum klipptu á borða til að opna að nýju fyrir umferð að Landspítalanum frá Barónstíg en lokað hafði verið fyrir umferð þaðan síðan í lok síðasta árs þegar framkvæmdir hófust við nýtt 75 herbergja sjúkrahótel á lóð spítalans.
Heilbrigðisráðherra áréttaði þá skoðun sína að ekkert mætti tefja framkvæmdir við nýjan spítala. Sagði hann að framkvæmdir við sjúkrahótelið gengju vel og að stefnt væri að opnun sjúkrahótelsins á næsta ári.
Með Ólínu og ráðherra klipptu á borðann þau Emil Thoroddsen frá Gigtarfélagi Íslands, Guðjón Sigurðsson frá MND-félaginu, Sveinn Guðmundsson frá Hjartaheill, Bergþór Böðvarsson frá Geðhjálp, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir frá ÖBÍ, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Sigrún Gunnarsdóttir frá Krabbameinsfélag Íslands.
Heimild hér
BB