50 frábærir hlauparar og ein hörku boðhlaupsveit hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar MS-félagi Íslands sem fram fer eftir 10 daga, eða 23. ágúst. Hlaupararnir eru ýmist sjálfir með MS, aðstandendur, vinir eða vinkonur MS-fólks og ætla þau að hlaupa 3, 10 eða 21 km. Boðhlaupsveitin setur markmiðið á maraþonið eða 42 km.

Nú þegar hafa hlauparar okkar safnað 388.000 kr. og munar um minna því starfsemi og þjónusta MS-félagsins byggir nær eingöngu á stuðningi einstaklinga, góðgerðarfélaga og fyrirtækja. Félagið er því innilega þakklátt hlaupurunum en einnig því góða fólki sem styrkir þau með framlögum og styður áfram með góðum hvatningarorðum.

Sjá má lista yfir hlaupara okkar hér.

 

Við skorum því á ykkur, lesendur góðir, að mæta á hliðarlínuna 23. ágúst og hvetja okkar frábæru hlaupara  áfram, þ.e. ef þið eruð ekki að hlaupa sjálf J, klappa og hrópa

 

hlaupa – hlaupa – hlaupa !!!

 

Sjá má yfirlitsmynd yfir góða hvatningastaði hér og hvenær áætlað er að hlauparar hlaupi framhjá þeim stöðum.

 

 

Myndina, sem fylgir fréttinni, tók Berglind Björgúlfsdóttir af nokkrum hlaupurum okkar í Reykjavíkurmaraþoninu 2013.

 

 

BB