Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Þá verða til sölu fallegir munir sem unnir eru á vinnustofunni. Munirnir eru margs konar; t.d. úr tré, gleri, leir, mósaik og bandi, kerti í öllum stærðum og gerðum, falleg hálsmen og armbönd, flott jólaskraut, og að ógleymdum hinum vinsælu grjónapúðum sem ná vel niður á herðar og skila því vel hlutverki sínu. Úrvalið er ótrúlegt og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og tilefni.
Að auki verður hægt að kaupa súkkulaði og rjómavöfflur gegn vægu gjaldi.
Allur ágóði rennur til félagsstarfsins á Setrinu.
Á opna húsi Setursins verður MS-félagið með ýmsar vörur til sölu til styrktar starfsemi félagsins. Meðal annars verður hægt að kaupa einstaklega fallegt borðalmanak ársins 2019 með vatnslitamyndum Eddu Heiðrúnar Backman, jólakort ársins, sem jafnframt er tækifæriskort, með mynd Dereks K. Mundell, leiðbeinanda Eddu Heiðrúnar heitinnar, lítil tækifæriskort með ýmsum myndum og þægilegar húfur og fjölnota pokar með merki félagsins (ný útfærsla á pokunum).
BB