Sendinefnd MS-félagsins verður í Borgarnesi þ. 15. febrúar, sunnudaginn næstkomandi, að Hótel Hamri, þar sem fjallað verður og spjallað um helztu hagsmunamál MS-fólks, evrópska rannsókn um hagi og þjónustu við MS-greinda auk annars, sem brennur á fólki. Sendinefndina skipa Sigurbjörg Ármannsdóttir, formaður, Berglind Guðmundsdóttir, gjaldkeri og Sverrir Bergmann, læknir og sérlegur taugafræðingur MS-félagsins. Fundurinn verður kl. tvö eftir hádegi.

Þremenningarnir hafa farið til nokkurra staða á landinu undanfarna mánuði og hafa þeir reynzt þarfir og landsbyggðarmenn látið vel af því að geta nálgazt forystusveit félagsins og MS-sérfræðBerglind Guðmundsdóttiring þess augliti til auglitis.

Fundurinn á Hótel Hamri hefst kl. 14 og stendur til kl. 16. Hann er ætlaður MS-fólki, aðstandendum og öðrum sem áhuga hafa. Þá verða Sverrir, Sigurbjörg og Berglind til viðtals á milli kl. 13-14 á sama stað fyrir þá sem það vilja.

Sigurbjörg Ármannsdóttir 

 

 

Sigurbjörg Ármannsdóttir segir það ákaflega mikilvægt, að forystusveit félagsins sinni skyldu sinni gagnvart landsbyggðarfólki með því að heimsækja helztu þéttbýlisstaðina utan Reykjavíkur. Þannig væri hægt að veita milliliðalausar upplýsingar um þá þjónustu, sem MS-félagið veitti, og heyra hvað fólki lægi á hjarta varðandi réttindamál sín og annað af því tæi.

Þá fær fólk ómetanlegt tækifæri til að spyrja Sverri Bergmann, taugalækni, spjörunum úr um MS-sjúkdóminn, einstaklingsbundin einkenni, meðferðarúrræði og annað er varðar MS-sjúkdóminn.

Sverrir BergmannÁ fundinum gerir Sverrir Bergmann grein fyrir svokallaðri MS-ID rannsókn, sem hann tekur þátt í fyrir hönd Íslendinga. Þessi rannsókn er unnin á vegum MS-félaga í Evrópu og er Ísland eitt sex landa, sem valið var til að taka þátt í rannsókninni, sem nýtur stuðnings Evrópusambandsins.

Í sem stytztu máli er tilgangur rannsóknarinnar að “kanna hversu hátti heilbrigðis- og félagslegri meðferð og þjónustu við einstaklinga með MS í löndum Evrópusambandsins,” eins og Sverrir segir í grein sinni “MS 1968-2008 – Þekking og meðferðarráð” í 3.tölublaði MeginStoðar á liðnu ári. MS-sjúklingar fá spurningalista og að úrvinnslu lokinni verður gerður meðferðarstaðall fyrir MS í löndum Evrópusambandsins og EFTA. Öflug þátttaka er mikilvæg fyrir íslenzka hluta rannsóknarinnar.

MS-fólk, aðstandendur og aðrir sem áhuga kunna að hafa eru hvattir til að mæta á fundinn að Hótel Hamri kl. 14 á sunnudaginn 15. febrúar og jafnframt að muna að þremenningarnir verða til viðtals klukkustund áður en sjálfur fundurinn hefst. -h

Sendið bréf með hugmyndum og athugasemdum