Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ sagði, að langstærsti hópurinn sem leiti neyðarhjálpar væru öryrkjar. Halldór sagði að staða öryrkja væri verst, hvert sem litið væri hér á landi og langverst hjá öryrkjum sem búi í útlöndum.
Bætur þeirra hafi orðið að nánast engu. Framfærslubætur eru misjafnar en samkvæmt reglugerð á enginn að fá minna en 150.000 krónur í bætur fyrir skatta. Margir öryrkjar fá því framfærslu upp á 130.000 krónur á mánuði eða minna..
Halldór segir að beinar aðgerðir þurfi nú til að laga stöðu öryrkja og hann treysti því að fyrirhuguð hækkun bóta verið að veruleika en samkvæmt lögum um almannatryggingar eiga þær að hækka um áramótin. Halldór hvatti atvinnurekendur til að halda fötluðu fólki í vinnu en í öryrkjar eru um 14.000 talsins.
KJÖRORÐ ALÞJÓÐADAGS FATLAÐRA, sem haldinn var í dag var að þessu sinni “Virðing og réttlæti fyrir alla”.
Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands voru veitt öðru sinni til þeirra sem með jákvæðum hætti hafa stuðlað að einu samfélagi fyrir alla.
Auk Guðjons var Adolf Ingi Erlingsson tilnefndur fyrir ötult starf við að auka umfjöllun um íþróttir fatlaðra í Ríkisútvarpinu. Auk þess fengu Elín Ebba Ásmundsdóttir og Auður Axelsdóttir tilnefningu fyrir frumkvöðlastarf þeirra við uppbyggingu sjálfshjálpar geðfatlaðra.
Tilnefndir voru einstaklingar og fulltrúar fyrirtækja og stofnana.
Dómnefnd skipa Ólöf Ríkarðsdóttir fyrrverandi formaður ÖBÍ, Kristín Rós Hákonardóttir, afrekskona í sundi, Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ, Sigmundur Ernir Rúnarsson,,forstöðumaður fréttasviðs Stöðvar 2 og ÞorkellSigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR.
Þórunn Árnadóttir hannaði verðlaunin, en hún útskrifaðist af vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007. Við hönnun verðlaunagripsins hafði Þórunn samfélagið í huga.. -hh