Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Lokahnykkur undirbúningsins verður væntanlega á fundi á föstudaginn. Gera má ráð fyrir, að þessi fjöldafundur verði fjölmennasti samstöðu- og kröfufundurinn sem haldin hefur verið í kjölfar hruns bankakerfisins á Íslandi.
Rík áherzla er lögð á það, að þessi fjöldafundur fari friðsamlega fram og tryggt verði að uppbyggilegur boðskapur fundarins nái eyrum fundarmanna og ráðamanna án þess að hann verði misnotaður til að efna til óláta og eignaspjalla. Á fundum undirbúningsnefndar hefur borið á ótta við slíkt.
Meginkröfur fundarins eru að tryggt verði, að stjórnvöld hrófli ekki við lágmarksréttindum öryrkja og lífeyrisþega um 100 þúsund króna frítekjumark atvinnutekna, sem átti að detta út um áramótin um leið og nýtt örorkumatskerfi tæki gildi. Gildirtöku nýs matskerfis hefur verið frestað og það lagt til hliðar. Því er mjög mikilvægt að frítekjumarkið haldist óbreytt.
Sigurður Einarsson lagði áherzlu á, að reglugerð, sem Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra setti 1. september s.l. um lágmarksframfærsluviðmið allra Íslendinga standi óhögguð. Samkvæmt henni nemur lágmarksframfærsluviðmið einstaklinga 150 þúsundum krónum á mánuði fyrir einstaklinga.
Samkvæmt lögum um almannatryggingar eigi bætur að hækka vegna hækkunar á neysluvísitölu. Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Öryrkjabandalagsins, sagði við Morgunblaðið um þetta mál:„Við leggjum áherslu á að ráðgerð hækkun komi um áramót.”
Í sömu frétt sagði Halldór, að “Auðvitað viljum við knýja á um ný réttindi en eins og staðan er í dag erum við í baráttu fyrir áunnum réttindum.“
MS-félagið er eina sjúklingafélagið á Íslandi, sem neyðzt hefur til að heyja harða baráttu allt þetta ár fyrir því að skjólstæðingar þess fái það lyf, sem reynzt hefur langbezt í því að halda MS-sjúkdómnum í skefjum. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Sigurður Einarsson eru báðir þeirrar skoðunar, að lögð verði áherzla á, að stjórnvöld standi við loforð sín um, að þeir MS-sjúklingar sem þurfa fái Tysabri lyfið og þess verði krafizt á fjöldafundinum. “Þetta er sjálfsagt baráttumál á fjöldafundinum,” sagði Ögmundur við MS-vefinn.
Öryrkjar, eldri borgarar og lífeyrisþegar óttast um hag sinn í því erfiða ástandi, sem nú ríkir en vilja efna til fundar áður en skaðinn er skeður. Það er samdóma álit allra þeirra, sem að fjöldafundinum standa, að þeir sem lakast standa efnahagslega í íslenzku samfélagi eigi síðastir manna að greiða fyrir útrásarævintýrið, græðgina og rosaþenslu íslenzka bankakerfisins. Þeirra sé ekki sökin og þeir geyti sízt allra bætt á sig byrðum, sem efnahagskreppan í heiminum og hin séríslenzka kreppa leggur á íslenzka þjóð.
MEGINATRIÐI
· Bætur almannatrygginga eiga samkvæmt fjárlögum að hækka um 9 prósent um áramót vegna hækkunar á neysluvísitölu. ÖBÍ leggur áherslu á að staðið verði við ráðgerða hækkun.
· ÖBÍ fer jafnframt fram á að 100 þúsunda króna frítekjumarkið verði framlengt.
· Þeir sem eingöngu lifa á tryggingabótum fá í mesta lagi 150 þúsund fyrir skatt.
· Óttast að skorið verði niður hjá þeim sem minnst hafa.
· MS-sjúklingum fái Tysabri lyfið eins og lofað hefur verið
- hh