Hafin er árleg sala á páskaeggjum á vegum MS-félagsins. Páskaeggin í ár eru hin myndarlegustu og kosta aðeins kr. 2.500 stykkið. Framleiðandi eggjanna er Kólus, en allnokkur hluti söluverðs hvers eggs rennur til MS-félagsins. MS-félagar, aðstandendur og vinir þeirra eru hvattir til að styrkja félagið á þessum síðustu og verstu.

Páskaeggin frá Kólus, sem einnig framleiðir hið vinsæla Sambó sælgæti, eru stútfull af sælgæti og vegur hvert þeirra 900 gr. Gleðjið börnin á páskunum með úrvalsgóðu súkkulaði og sælgætisnammi um leið og þið styrkið MS-félagið á krepputímum.

Hægt er að panta eggin með tölvupósti á msfelag@msfelag.is eða með því að hringja á skrifstofuna í síma 568 8620.

Taka þarf fram nafn, símanúmer og hversu mörg egg verið er að panta.

Endilega látið þetta frábæra tilboð spyrjast út !

 

Kaupið páskaegg og styrkið MS-félagið!