Við minnum á sumarhátíð MS-félagsins sem haldin verður á morgun, miðvikudaginn 28. maí, í MS-húsinu að Sléttuvegi 5. Félagsmenn og velunnarar velkomnir. Veðurspáin lofar öllu fögru. Leikhópurinn Lotta tekur á móti gestum og skemmtir, Pollapönkarar taka lagið, sýning á stórum og smáum hjálpartækjum, vinnustofa Setursins verður opin, Atlantsolíubíllinn býður upp á pylsur og drykki, MS-félagið býður upp á Pollapönk-ís og ávexti og til sölu verða fallegu tækifæriskort félagsins með myndum Eddu Heiðrúnar.

 

 

Dagskrá frá kl. 16-18.  Kynnir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður MS-félagsins.

Kl. 16.00 Leikhópurinn Lotta tekur á móti gestum og skemmtir.                                          

Kl. 16.45 Formaður MS-félagsins, Berglind Guðmundsdóttir, flytur ávarp. 

Kl. 17.30 Pollapönkarar mæta á staðinn og taka nokkur lög.                               

 

 

Í garðinum verður Hoppukastalinn að venju sem nýtur mikilla vinsælda.

 

Kynning á hjálpartækjum frá Eirberg, Fastus, Stoð og Öryggismiðstöðinni í sjúkraþjálfunarsal þar sem sölumenn kynna vörur sínar; rafskutlur, hjólastóla, spelkur og ýmiskonar önnur hjálpartæki. Heyrst hefur að þar verði blöðrur í boði.

 

Á vinnustofu MS-Setursins verður að finna alla fallegu munina sem fólkið okkar hefur unnið af mikilli natni, svo sem grjónapokana vinsælu, kerti, skart, kort, skrautmuni..........

 

MS-félagið verður með söluborð þar sem hægt verður að kaupa tækifæriskort, bókamerki og plakat sem allt prýðir myndir Eddu Heiðrúnar. Við útdeilum þar einnig skrautlegum buffum ÖBÍ „Burt með fordóma“. Þá verður hægt að gerast Stoðvinur eða félagsmaður en ýmsir ávinningar eru í boði.

 

Atlantsolía, góður styrktaraðili félagsins, verður með Atlantsolíulykilinn og býður gestum afslátt af eldsneyti þar sem 1 kr. rennur í styrk til MS-félagsins.

 

Veitingar verða ekki af verri endanum. Atlantsolía býður upp á pylsur og drykki og Pollapönk-ís og ávextir verða í boði félagsins. 

 

 

GÓÐA SKEMMTUN J