11.07.2018
MS-félagið fagnar 50 ára afmæli 20. september n.k. Af því tilefni býður félagið til ráðstefnu og í afmælisveislu að ráðstefnu lokinni í MS-húsinu að Sléttuvegi 5.
Ráðstefnan ber yfirskriftina – MS-sjúkdómurinn – staða og horfur.
Dagskrá:
12:00 Húsið opnar
12:30 Björg Ásta Þórðardóttir, formaður MS-félagsins
12:35 Ávarp; Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra
12:50 Haukur Hjaltason, sérfræðingur í taugalækningum á taugalækningadeild LSH
MS í víðu samhengi
13:30 Ólafur Thorarensen, sérfræðingur í taugalækningum barna á Barnaspítala Hringsins
Er MS í börnum sami sjúkdómur og MS í fullorðnum?
13:55 Hlé
14:10 Berglind Jóna Jensdóttir, sálfræðingur
Áhrif MS-sjúkdómsins á lífsgæði og andlega líðan
14:35 Anestis Divanoglou, lektor á heilbrigðisvísindasviði HÍ
Activity courses led by peers with disability
15:00 Belinda Davíðsdóttir Chenery, sjúkraþjálfari BSC, KCMT
Hámarksárangur af þjálfun
15:30 Afmælisveisla
Fundarstjóri verður Margrét Pála Ólafsdóttir, frkvstj. og fyrrum stjórnarmaður í félaginu.
Ráðstefnan verður auglýst nánar þegar nær dregur.
BB