Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
MS-félag Íslands blæs til rafrænnar fjölskylduskemmtunar miðvikudaginn 26. maí milli klukkan 18 og 20 í tilefni af alþjóðadegi MS.
Í stað hefðbundinnar sumarhátíðar á Sléttuveginum ætlum við að bjóða upp á rafræna skemmtun og bingó. Það eru Eva Ruza og Siggi Gunn sem munu stjórna bingói fyrir alla fjölskylduna af sinni alkunnu snilld. Við höfum fengið tónlistarmanninn Eyþór Inga til að skemmta og nýr formaður MS-félagsins, Hjördís Ýrr Skúladóttir, verður með stutta kynningu.
Vertu með í frábærri skemmtun og skráðu þig til þátttöku hér fyrir neðan!
Við sendum þér svo hlekk á skemmtunina og allar upplýsingar um hvernig bingóið fer fram þann 26. maí.
Glæsilegir vinningar eru í boði. Í aðalvinning er gisting með morgunverði og þríréttuðum kvöldverði fyrir tvo að andvirði kr. 40.000 á Íslandshóteli að eigin vali.
Þátttaka er ókeypis og öllum opin.
SKRÁNINGIN ER OPIN TIL ÞRIÐJUDAGSINS 25. MAÍ
Aðalvinningar:
Íslandshótel – gisting með morgunverði og þríréttuðum kvöldverði fyrir tvo að andvirði kr. 40.000
S4S - gjafabréf að verðmæti 20.000 (Skór.is, Ellingsen, Air og Rafhjólasetur)
Einar Ágústsson & Co. – gjafabréf að verðmæti kr. 20.000
Atlantsolía - gjafabréf fyrir eldsneyti að verðmæti kr. 15.000
Sóley Organics – gjafakarfa að verðmæti kr. 12.000
Innnes – gjafapoki að verðmæti kr. 10.000
Aukavinningar:
Minigarðurinn – gjafabréf á 9 holu hring á minigolfvelli Minigarðsins fyrir allt að 4 manns x 4
Blúndugler – glerlistaverk eftir Möggu Unnars
The Skyr Factory - gjafabréf fyrir boozt eða skál að eigin vali x 2
Þ. Þorgrímsson & Co. – Korkmotta og glasamottur
Blúndugler – hálsmen eftir Möggu Unnars x 2
Emmess ís - gjafabréf x 2