Í tilefni af 30 ára stúdentsafmæli sínu frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 1979 gaf árgangurinn MS-félaginu rausnarlega peningagjöf til styrktar félaginu og skjólstæðingum þess. Tilefni gjafarinnar var að heiðra minningu tveggja samstúdenta, Þorbjargar Rögnvaldsdóttur og Kjartans Árnasonar, sem bæði létust langt um aldur fram. Þau voru bæði með MS.

Fram kom hjá Sighvati Ó. Elefsen, vélaverkfræðingi, að almennt væri venjan að efna til samskota handa skólanum sjálfum, en að þessu sinni hefði undirbúningsnefnd 30 ára stúdentsafmælisins ákveðið að láta andvirði samskotanna, 100 þ.kr., renna til MS-félagsins í minningu Þorbjargar og Kjartans, sem bæði hefðu þjáðst af MS.

Meðfylgjandi skjal fylgdi peningagjöfinni, sem afhent var í tengslum við alþjóða MS-daginn.

MS-félagið vill ítreka innilegar þakkir sínar til þeirra, sem útskrifuðust sem stúdentar frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 1979, fyrir réttum 30 árum síðan.

hh