Hlaupahóparnir á hlaupastyrkur.is eru strax orðnir fjölmargir þó að þessi nýjung hafi enga kynningu fengið ennþá, enda margir sem biðu spenntir eftir þessum möguleika. Allir áheitahlauparar geta stofnað hlaupahóp í kringum vini, fjölskyldu, vinnufélaga eða aðra sem vilja safna í krafti fjöldans. Hlauparar eru alltaf skráðir sem einstaklingar í söfnuninni en geta "taggað" sig saman í hóp sem hefur sameiginlega söfnunarsíðu með mynd og markmið. Nánari upplýsingar um virkni hlaupahópa má finna hér.
 

Enska útgáfan gerir þeim sem ekki skilja íslensku auðveldara að heita á hlaupara. Nú geta þátttakendur sem ekki eru með íslenska kennitölu safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. 

 

Upplýsingar um MS-félagið og hlaupara okkar má sjá hér en einnig er hægt að fylgjast með á Fésbókarsíðu MS-félagsins.