Maraþonið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík og hefur Íslandsbanki verið stuðningsaðili hlaupsins síðan 1997. Alls tóku 13.410 hlauparar þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á árinu 2012, sem eru um tæplega eitt þúsund fleiri hlauparar en frá árinu á undan. Flestir söfnuðu áheitum á hlaupastyrkur.is og söfnuðust um 45.987.154 kr. sem runnu til styrktar 130 góðgerðarfélögum um land allt.

Skráning hlaupara og áheita fer þannig fram:

Góðgerðarfélag

Hlauparinn velur sér góðgerðarfélag til að láta áheitið ráðstafast til. Með því að nýta vefinn hlaupastyrkur.is er það von allra sem standa að hlaupinu að vefurinn verði til þess að söfnun áheita verði einfaldari, skemmtilegri og árangursríkari.

Skráningarferlið

Hlaupari skráir fyrst þátttöku sína á marathon.is, velur sér vegalengd, góðgerðarfélag og gengur frá formlegum upplýsingum svo hann skráist örugglega rétt inn í hlaupið. Þegar því er lokið fer hlauparinn inn á hlaupastyrkur.is smellir á „Nýskráning“ slær inn kennitöluna sína og þá sækir vefurinn skráningarupplýsingar hlauparans til maraþonsins. Og þá hefst fjörið – hlauparinn hleður inn myndum, setur inn upplýsingar um sig og sinn hlaupaferil og sendir allt saman á Facebook, Twitter eða í tölvupósti til vina og vandamanna.

 

Hlauparar MS-félagsins í Reykjavíkurmaraþoni 2012

 

 

 

 

MS-félagið hvetur sem flesta hlaupara og aðra

til að safna áheitum

til að styrkja starf félagsins