Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Þá fer að líða að þessum árlega stórviðburði og mikil tilhlökkun í loftinu.
MS-félagið er með bás á sýningunni Fit&Run sem haldin er dagana 17. og 18. ágúst í tengslum við afhendingu gagna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Við viljum gjarnan hitta öll sem hlaupa fyrir okkur. Hlaupararnir okkar fá flottan bol fyrir stuðninginn.
Sýningin er opin:
Fimmtudag, 17. ágúst frá kl. 15:00 – 20:00
Föstudag, 18. ágúst, frá kl. 14:00 - 19:00
Það er ekki of seint að skrá sig í maraþonið, skráning fer fram á rmi.is og í Laugardalshöllinni.
Þá verður félagið með hvatningarstöð við Olís úti á Granda á hlaupdaginn sjálfan, laugardaginn 19. ágúst milli klukkan 9 og 11. Það er frábær stemming á hvatningarstöðinni okkar. Endilega vertu með okkur í ár 👏🎉
Á vefnum hlaupastyrkur.is er svo hægt að heita á allt frábæra fólkið sem hleypur til styrktar MS-félaginu og Skell, félagshópi ungra með MS.
Taktu þátt og vertu með á þinn hátt!