Senn líður að þessum frábæra hlaupaviðburði og erum við full tilhlökkunar.

Ætlar þú að hlaupa, safna, styrkja, hvetja ? 

 

Það gleður okkur hjá MS-félaginu alveg einstaklega mikið að sjá þessa góðu þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og finna alla velvildina í okkar garð.
 
Fimmtudaginn 22. ágúst milli klukkan 17 og 19 verðum við með opið hús á Sléttuveginum fyrir öll sem ætla hlaupa og safna áheitum fyrir okkur í Reykjavíkurmaraþoninu.
 
Við bjóðum hlaupurum upp á á ljúffengt pasta og þá verður Helga Þóra Jónasardóttir, sjúkraþjálfari og ultrahlaupari, á staðnum og veitir góð ráð. Öll sem hlaupa fyrir okkur fá einnig hlaupabol að gjöf.

 

Það er ekki of seint að skrá sig í maraþonið, skráning fer fram á rmi.is og á skráningarhátíðinni í Laugardalshöll.

 

Hvatningarstöðvar

Eins og undanfarin ár verður hvatningarstöð MS-félagsins á hlaupdegi við Olís úti á Granda (milli klukkan 9 og 11) og í skemmtiskokkinu verðum við staðsett við Ráðhús Reykjavíkur á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu (milli klukkan 12 og 13).  

Það er frábær stemming á hvatningarstöðinni okkar. Endilega vertu með okkur í ár 🫸🎵🎉

 

 

Á vefnum hlaupastyrkur.is er svo hægt að heita á allt frábæra fólkið sem hleypur til styrktar MS-félaginu og Skell, félagshópi ungra með MS.

 

Taktu þátt og vertu með á þinn hátt!