Nokkrir hlauparanna stilltu sér upp fyrir myndatöku
Nokkrir hlauparanna stilltu sér upp fyrir myndatöku

Um helgina fór fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Óhætt er að segja að þátttaka hafi verið afar góð í ár, en ríflega 100 einstaklingar hlupu fyrir félagið, þar á meðal fjórir hlaupahópar. Samtals söfnuðust rúmlega 3.4 milljónir fyrir MS-félagið! Við hjá félaginu erum afar þakklát bæði hlaupurum sem og þeim sem studdu við þá með áheitum, en söfnunin fór fram úr björtustu vonum. Þessi góði styrkur kemur sér afar vel á næstu misserum, þar sem við leggjum nú kapp við að bæta þjónustu okkar við félagsmenn og auka við þjónustutilboð félagsins svo við getum náð til breiðari hóps MS-greindra og aðstandenda þeirra, með fræðslu, námskeiðum og stuðningi af ýmsum toga. 

Hlaupahópur ungra og nýgreindra safnaði 267.500 krónum til styrktar starfsemi félagsins fyrir ungu kynslóðina, og hlupu þau í sérmerktum bolum.

 ungirnygreindir

Hvatningarstöð MS-félagsins var á sínum stað við Olís á Granda, í allri sinni fjólubláu dýrð, og mætti þangað góður hópur fólks sem hvatti hlauparana til dáða líkt og undanfarin ár. 

hvatning

MS-félagið vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra sem komu að söfnuninni, bæði hlaupurum, hlaupahópum, þeim sem gáfu áheit og þeim sem tóku þátt í að hvetja hlauparana á laugardag!

 

HK