Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Nú eru einungis örfáir dagar í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fram fer laugardaginn 20. ágúst.
Þegar hafa margir skráð sig til leiks sem ætla að hlaupa fyrir félagið, bæði einstaklingar og svo hópurinn „MS Mamma“.
Við hjá MS-félaginu erum hlaupurunum okkar og öllum þeim sem á þá heita afar þakklát, en söfnunin er mikilvæg fyrir starfsemi félagsins.
Það er ekki of seint að taka þátt, hvort sem er með því að dusta rykið af hlaupaskónum og skrá sig til leiks, eða fara inná www.hlaupastyrkur.is og heita á hlauparana okkar!
Við viljum svo minna á FIT & RUN EXPO í Laugardalshöllinni en þar verða fulltrúar frá okkur kl. 15-21 á fimmtudag og kl. 14-20 á föstudag og kynna starfsemi félagsins. Við viljum sérstaklega hvetja hlaupara okkar að koma og fá merki, buff, og armbönd með logoi félagins!
Við hvetjum svo að sjálfsögðu alla til að mæta í klappliðið okkar og hvetja hlauparana okkar áfram hjá Olís á Granda kl. 08:30-11:00 á laugardag!
Stuðningsliðið mun íklæðast bolum sem sérstaklega eru merkir félaginu og hvetja alla hlaupara áfram. Í fyrra var þvílíkt stuð hjá stuðningsliðinu að við mælum með því að þeir sem ekki geta hlaupið verði með okkur í liði J
Því fleiri stuðningsmenn þeim mun meira stuð og stuðningur. Ef þið hafið áhuga á því að vera með í stuð-liðinu, sendið Ingdísi skrifstofustjóra okkar línu á msfelag@msfelag.iseða með skilaboðum á fésbókinni svo við getum skipulagt eitthvað skemmtilegt.
Unga fólkið okkar mun njóta áheitana sem safnast nú í ár. Margt ungt fólk er með MS-greiningu og vill félagið gjarnan halda vel utan um þennan hóp og aðstoða eftir bestu getu.
Auk þess er horft til kaupa á hljóðkerfi sem nýtast mun vel á námskeiðum, fyrirlestrum og sumarhátíð félagsins.
Hlauparanir hafa nú þegar safnað 439.000 kr. J
Hægt er að fylgjast með hlaupurum og áheitasöfnun hér.
Hægt er að heita á hlaupara hér.
Rafræn skráning er opin hér á marathon.is til 18. ágúst nk. kl. 13.
Hreyfihamlaðir geta einnig tekið þátt, sjá hér.
Verðskrá þátttökugjalda má sjá hér.
Stuðningur hlaupara og stuðningsaðila er MS-félaginu ómetanlegur.