Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fram fer laugardaginn 20. ágúst n.k., er í fullum gangi.
MS-félagið mun verða með bás í Laugardalshöll fyrir hlaupið og hvetjum við hlaupara okkar og stuðningsfólk til að heimsækja okkur í básinn. Allir sem hlaupa fyrir félagið fá borða með merki félagins til að næla á hlaupabolina sína, höfuðbuff og gúmmíarmband.
Við verðum einnig með öflugt klapplið á Eiðsgranda við Grandaveg. Stuðningsliðið mun íklæðast bolum sem sérstaklega eru merkir félaginu og hvetja alla hlaupara áfram. Í fyrra var þvílíkt stuð hjá stuðningsliðinu að við mælum með því að þeir sem ekki geta hlaupið verði með okkur í liði J
Því fleiri stuðningsmenn þeim mun meira stuð og stuðningur J Ef þið hafið áhuga á því að vera með í stuð-liðinu, sendið Ingdísi skrifstofustjóra okkar línu á msfelag@msfelag.is eða með skilaboðum á fésbókinni svo við getum skipulagt eitthvað skemmtilegt J
Unga fólkið okkar mun njóta áheitana sem safnast nú í ár. Margt ungt fólk er með MS-greiningu og vill félagið gjarnan halda vel utan um þennan hóp og aðstoða eftir bestu getu.
Auk þess er horft til kaupa á hljóðkerfi sem nýtast mun vel á námskeiðum, fyrirlestrum og sumarhátíð félagsins.
Í dag hafa 34 skráð sig til leiks fyrir MS-félagið og hafa þau nú þegar safnað 41.000 kr.
Hægt er að fylgjast með hlaupurum og áheitasöfnun hér.
Hægt er að heita á hlaupara hér.
Rafræn skráning er opin hér á marathon.is til 18. ágúst nk. kl. 13.
Hreyfihamlaðir geta einnig tekið þátt, sjá hér.
Verðskrá þátttökugjalda má sjá hér.
Stuðningur hlaupara og stuðningsaðila er MS-félaginu ómetanlegur.