MS-félagið býður nú einstaklingum með MS og aðstandendum þeirra upp á sálfræðiþjónustu. Boðið verður upp á þjónustuna til reynslu til loka júní 2019.

MS-félagið hefur gert samning við Berglindi Jónu Jensdóttur, sálfræðing, um að sinna sálfræðiþjónustunni.

 

Berglind Jóna Jensdóttir sálfræðingurBerglind er með BS próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Berglind þekkir MS-sjúkdóminn vel, þar sem móðir hennar glímdi við síversnandi MS og Berglind greindist síðan sjálf með sjúkdóminn fyrir nokkrum árum.

Lokaverkefni Berglindar í klínískri sálfræði fjallar um starfræn taugaeinkenni og var unnið í samstarfi við starfsmenn á taugasviði Reykjalundar. Hún var jafnframt í starfsnámi á geðsviði og taugasviði Reykjalundar.

Berglind hefur brennandi áhuga á að styðja MS-fólk og aðstandendur þeirra við að takast á við þær áskoranir sem MS-sjúkdómurinn felur í sér. Hún flutti erindi á 50 ára afmælisráðstefnu MS-félagsins haustið 2018 þar sem hún fjallaði um áhrif MS á lífsgæði og andlega líðan. Í dag vinnur Berglind sem sálfræðingur hjá Reykjavíkurborg.

 

Fyrstu viðtölin, sem eru niðurgreidd af MS-félaginu fyrir félagsmenn, eru hugsuð sem stuðningsviðtöl en hægt er að óska eftir frekari sálfræðimeðferð að stuðningsviðtölum loknum.

  

 

Félagsmenn greiða 2.500 kr. fyrir viðtalið fyrstu þrjú skiptin en eftir það þurfa þeir að greiða fullt gjald, sem er 9.000 kr. Viðtölin fara fram í nýuppgerðu og notalegu viðtalsherbergi í MS-húsinu að Sléttuvegi 5.

 

Viðtölin verða í boði á þriðjudögum. Nú er hægt að bóka tíma frá 19. mars til loka apríl. Hægt er að panta tíma:

 

Tilkynna þarf um forföll eigi síðar en kl. 15 daginn fyrir viðtal með því að:

 Að öðrum kosti áskilur MS-félagið sér rétt til að innheimta 4.500 kr. forfallagjald.

 

Þeim sem bóka tíma hjá Berglindi er bent á Lög um réttindi sjúklinga nr. 74 frá 1997.

 

Upplýsingasíða um sálfræðing

 

 

BB