Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Berglind er með BS próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Berglind þekkir MS-sjúkdóminn vel, þar sem móðir hennar glímdi við síversnandi MS og Berglind greindist síðan sjálf með sjúkdóminn fyrir nokkrum árum.
Lokaverkefni Berglindar í klínískri sálfræði fjallar um starfræn taugaeinkenni og var unnið í samstarfi við starfsmenn á taugasviði Reykjalundar. Hún var jafnframt í starfsnámi á geðsviði og taugasviði Reykjalundar.
Berglind hefur brennandi áhuga á að styðja MS-fólk og aðstandendur þeirra við að takast á við þær áskoranir sem MS-sjúkdómurinn felur í sér. Hún flutti erindi á 50 ára afmælisráðstefnu MS-félagsins haustið 2018 þar sem hún fjallaði um áhrif MS á lífsgæði og andlega líðan. Í dag vinnur Berglind sem sálfræðingur hjá Reykjavíkurborg.
Að öðrum kosti áskilur MS-félagið sér rétt til að innheimta 4.500 kr. forfallagjald.
BB