Um daginn var áhugi á Sheng Zhen æfingum og hugleiðslu kannaður. Ekki var nægur áhugi á þeim dögum sem þá var boðið upp á. Nú hefur leiðbeinandi námskeiðsins boðist til að halda námskeiðið um helgi; laugardaginn 20. og sunnudaginn 21. október kl. 10-13, báða daganna.

Námskeiðið, 6 klst., kostar 7.500 kr. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10. Námskeiðið fer fram í húsnæði MS-félagsins að Sléttuvegi 5. Kennarinn er norskur hjúkrunarfræðingur, Birgit Torkehagen, sem mun kenna á ensku.

 

SKRÁNING HÉR til n.k. fimmtudags, 11. október.

Einnig er hægt að hringja á skrifstofuna í síma 568 8620 eða senda tölvupóst á msfelag@msfelag.is

 

Skráðir þátttakendur verða látnir vita föstudaginn 12. október hvort af námskeiðinu verður, en það byggir á að lágmarksþátttaka náist.

 

 

Hreyfingar Sheng Zhen ganga út á slökun, öndun, áreynslulausa hreyfingu og hugleiðslu til að róa huga og komast í djúpa slökun. Sheng Zhen æfingar eru gerðar standandi, í stól eða liggjandi en þær æfingar sem gerðar verða á námskeiðinu verða sitjandi.

 

 

 

BB