Mjög mikilvægt er að vera vel tryggður á ferðalögum erlendis. Við leggjum öll upp með að ferðalagið verði áfallalaust og ánægjulegt og hluti af því er að fara vel undirbúin/n með góðar tryggingar í farangrinum. Margt ófyrirséð getur komið uppá og kostnaður vegna veikinda og/eða slysa hlaupið á hundruðum þúsunda. Einnig getur reynst erfitt að fá aðstoð ef einstaklingur er ekki tryggður því trygging getur einnig auðveldað/veitt aðgang að þjónustu. Mismunadi leiðir er unnt að fara til að tryggja sig og sína á ferðalagi.

Ef ferðast er innan Evrópu er sjálfsagt að hafa Evrópska sjúkratryggingakortið meðferðis. Evrópska sjúkratryggingakortið er notað ef korthafi veikist eða slasast í öðru EES-ríki. Það tryggir ekki farangur eða forföll þannig að það þarf að huga sérstaklega að þeim þætti.

Ríkisborgarar Íslands og annarra EES-ríkja sem eru búsettir og sjúkratryggðir hér á landi eiga rétt á að fá evrópskt sjúkratryggingakort sem gildir í öllum ríkjum EES og Sviss. Kortið gildir að öllu jöfnu í tvö ár og endurnýja þarf kortið að þeim tíma liðnum. Um kortið og notkun þess gilda EES-reglugerðir um almannatryggingar og reglur sem settar hafa verið á grundvelli þeirra.

Upplýsingar eru um kortið má finn á heimasíðu Sjúkratrygginga www.sjukra.is. Einnig er sótt um kortið á síðu Sjúkratrygginga https://huld.tr.is/ehic/index.jsp

 

 

 

Fyrir ferðalög til landa utan EES þarf að kaupa sjúkra- og slysatryggingar sérstaklega.

Flestir eru með kreditkort og ef ferðin er greidd með kortinu eru ýmsar tryggingar innifaldar. Mikilvægt er að kynna sér hjá sínum banka hvaða tryggingar fylgja kreditkortinu sem notað er.

Mörg tryggingafélög eru með ferðatrygginu sem hluta af heimilistryggingu og er sú trygging oft innifalin í iðgjaldi. Þá er best að hafa samband við sitt tryggingafélag og kanna réttarstöðu og fá viðeigndi gögn sem taka þarf með í ferðalagið.

 

Samantekt: Berglind Guðmundsdóttir