Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 26. sinn þann 22. ágúst næstkomandi. Hlaupið hefur farið ört vaxandi undanfarin ár og mikil fjölgun orðið á þátttakendum milli ára. Í Reykjavíkurmaraþoninu 2009 er hægt að hlaupa til góðs. MS-félag Íslands hefur skráð sig til þátttöku og geta hlauparar óskað eftir að heitið sé á þá í þágu félagsins. Reykjavíkurmaraþonið markar upphaf Menningarnætur Reykjavíkur.

Hlaupið hefur farið ört vaxandi undanfarin ár og mikil fjölgun orðið á þátttakendum milli ára. Árið í ár virðist ekki ætla að vera nein undantekning því skráningar eru nokkuð fleiri í ár heldur en á sama tíma í fyrra.

Heildarfjöldi skráninga í allar vegalengdir 25. júní 2008 var 820 en 25. júní 2009 eru skráningar 1001 sem er 22% aukning milli ára. Mest aukning er í 10 km hlaupið eða 41% milli ára.

Hlauparar frá 35 löndum auk Íslendinga hafa skráð sig til þátttöku. Aukning á skráningu erlendra þátttakenda milli ára er 10% en Íslendingum hefur fjölgað um 44%. Flestir erlendu hlauparanna sem nú hafa skráð sig til þátttöku koma frá Bandaríkjunum en næst fjölmennastir eru Bretar og þá Þjóðverjar.

Mynd frá maraþoniEins og undanfarin ár geta þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis í ár valið að hlaupa í þágu tiltekinna góðgerðafélaga. Nærri lætur að á síðasta ári hafi 9 af hverjum 10 íslenskum hlaupurum hlaupið fyrir góðgerðafélög og safnað áheitum frá fjölskyldum og vinum sem vildu hvetja hlauparana til dáða og styrkja um leið gott málefni.

Við skorum á félagsmenn og velunnara MS-félagsins að taka þátt, annað hvort með því að hlaupa sjálfir eða heita á hlaupara sem hlaupa í þágu félagsins. Nú þegar hafa þónokkrir einstaklingar skráð sig í hlaupið í þágu MS-félagsins. Þótt langt sé þangað til hlaupið verður þ. 22. ágúst hvetjum við velvildarmenn MS-sjúklinga, aðstandenda og félagsins til að skrá sig sem fyrst í hlaupið og jafnframt hvetja vini og vandamenn til að heita á MS-félagið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Hlaupahópar
Fimmta árið í röð býður Íslandsbanki upp á ókeypis hlaupahópa og hlaupaþjálfara í aðdraganda Reykjavíkurmaraþonsins. Hlaupahóparnir hittast alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.30 við gula bakhúsið á Kirkjusandi fram að maraþoni.

Skrá mig í hlaupahóp

Boðið er upp á tvo hópa eftir mismunandi getustigi. Einn fyrir þá sem hafa litla reynslu af hlaupum eða eru að byrja aftur eftir langt frí og annan fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af hlaupum og vilja meira krefjandi æfingar.

Flestir sem hafa tekið þátt í gegnum árin eru sammála um að það sé miklu skemmtilegra og auðveldara að hlaupa með öðrum. Einnig ýtir félagskapurinn við fólki og það nær oftast mun betri árangri en það hefði nokkurn tíman þorað að vona. Við hvetjum því alla til að nýta sér þetta einstaka tækifæri á að koma sér í hlaupaform núna í sumar.

Maraþon- vefur ÍslandsbankaMynd frá Maraþoni

Heimasíða Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka er HÉR:

Hægt er að heita á MS-félagið eða hlaupara HÉR

eða á “Síðunni minni” 

Frekari fréttir verða sagðar hér á MS-vefnum, þegar Reykjavíkurmaraþonið nálgast.

                                                                    hh