Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Eins og mörg undanfarin ár býður félagið upp á líkamsræktarnámskeið í samstarfi við Reykjalund. Boðið er upp á tíma einu sinni í viku fram að áramótum. Hámarksfjöldi þátttakenda er 15 og er því um að gera að drífa sig að skrá sig.
Leiðbeinendur: Sif Gylfadóttir, MSc og Andri Sigurgeirsson, MSc, sérfræðingar í taugasjúkraþjálfun frá tauga- og hæfingarsviði Reykjalundar.
Leiðbeinendur skipta með sér námskeiðstímum og er einn leiðbeinandi með hópinn hverju sinni.
Uppsetning hvers námskeiðstíma: Byrjað er á almennri upphitun þar sem leikir og hugfimi er oft fléttuð inn í. Þá tekur við þjálfun á jafnvægi, vöðvakrafti, úthaldi, færni og liðleika. Æfingar eru stundum í formi stöðvaþjálfunar og/eða keppni í leikjum. Teygjur og slökun eru í lok flestra tíma. Hver og einn einstaklingur fær tilsögn og aðstoð eins og mögulegt er í hópnum. Fræðslu um jafnvægi hvíldar og hreyfingar og hreyfivirkni í daglegu lífi er fléttað inn í hvern tíma og tækifæri sköpuð til umræðna.
Hvar og hvenær: Námskeiðið fer fram í MS-húsinu að Sléttuveg 5.
Tímarnir verða 1x í viku, á þriðjudögum klukkan 16:30-17:30 í 16 vikur fram að áramótum. Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 1. september.
Verð: 15.000 kr. önnin.
Uppbygging námskeiðs: Miðað verður við að ögra getu hvers einstaklings. Einnig fer fram kennsla í heimaæfingum og hvatning á ástundun æfinga.
Þátttakendur: Einstaklingar með MS-greiningu sem fara um flestar leiðir gangandi með eða án gönguhjálpartækja en sækja ekki MS-Setrið.
Námskeiðsdagar á haustönn 2015:
September: 1, 8, 15, 22, 29.
Október: 6, 13, 20, 27.
Nóvember: 3, 10, 17, 24.
Desember: 1, 8, 15.
SKRÁNING Í SÍMA 568 8620 (kl. 10-15) EÐA MEÐ TÖLVUPÓSTI Á msfelag@msfelag.is TIL FÖSTUDAGSINS 28. ÁGÚST