Hó-hó-hó – það eru að koma jól....Að venju stendur MS-félagið fyrir jólaballi og verður það haldið laugardaginn 8. desember n.k. kl. 14-16 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 13:45. 

Skráningu lýkur á miðvikudag.

 

Ingdís, framkvæmdastjórinn okkar, hitti í einni fjallaferð sinni Grýlu sem lofaði að biðja einhverja jólasveina sína að koma við á jólaballinu með nammigott í poka fyrir börnin.

Í fyrra komu Askasleikir og Skyrgámur og voru þeir ótrúlega skemmtilegir. Er það ábyggilegt að jólasveinarnir sem Grýla mun senda okkur nú í ár verða ekki síður skemmtilegir.

Gunnar úr Fjörkörlunum mun sjá um að spila jólalögin á hljómborðið.

Veitingar í boði fyrir börn og fullorðna.

 

Aðgöngumiðinn pr. einstakling kostar 500 kr. og gildir hann jafnframt sem happdrættismiði. Flottir vinningar í boði.

  

Skrá þarf þátttöku hér þar sem fram kemur fjöldi barna og fullorðinna.

 

Myndir frá jólaballinu í fyrra má sjá hér.

 

 

Við hlökkum til að sjá ykkur !