Skrifstofa MS-félags Íslands opnar aftur mánudaginn 4. maí og hefðbundin starfsemi fer að komast í eðlilegt horf.

Sálfræðingur félagsins hefur opnað á ný fyrir viðtöl. haft hefur verið samband við alla sem þurfti að fella niður tíma hjá á meðan á lokun stóð og þeim boðinn ný tími. Panta tíma hér

Félagsráðgjafi félagsins býður enn sem komið er einungis upp á símaviðtöl. Hægt er að panta símaviðtal með því að senda tölvupóst á msfelag@msfelag.is eða hringja í síma 568 8620.

 

Til að draga úr smithættu eru eftirfarandi tilmæli sett fram:

  • Að fyllsta hreinlætis sé gætt og þvo hendur eða spritta þegar komið er á skrifstofu
  • Að gæta þess eins og kostur er að stunda samskiptafjarlægð og hafa 1-2 metra á milli fólks
  • Að heilsa ekki með handabandi

Mjög mikilvægt: 

Vinsamlega ekki koma í pantaðan tíma til sálfræðings eða félagsráðgjafa eða á skrifstofu ef þú hefur fundið fyrir einhverjum einkennum sem gætu bent til Covid-19, eins og einkennum inflúensu eða kvefs, verið með beinverki, hita eða þurran hósta eða misst bragð- og lyktarskyn.

Hringið þess í stað í síma 568 8620 til að fá nánari upplýsingar og nýjan tíma.