Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Spjallhópurinn SMS er til staðar á Suðurnesjunum og hittist hópurinn fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 19:30 í Sjálfsbjargarheimilinu, Suðurgötu 12, Keflavík. Víðir S. Jónsson, netfang: vidir@hsveitur.is, s. 860-5233, er í forsvari fyrir hópinn.
Á næsta hittingi hópsins, sem er miðvikudaginn 4. janúar 2023, munu fulltrúar frá MS-félagi Íslands mæta til að fræðast um starf hópsins SMS og ræða starf félagsins og áherslur á komandi misserum. Þá verður María Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi félagsins, með erindi um virkni í daglegu lífi.
Boðið verður upp á léttar veitingar. Vonumst til að sjá sem flesta félaga á Suðurnesjum.
Facebook hópur fyrir Suðurnesjafólk með MS
BÓ