Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Enn á ný hefur MS-félagið leitað til almennings eftir styrkjum til starfsemi félagsins. Í tilefni 45 ára afmælis félagsins í ár hannaði félagið bókamerki með fallegri mynd Eddu Heiðrúnar Bachman sem ætíð styður dyggilega við félagið. Myndin sýnir 4 smáfugla á grein og minnir okkur á að sumarið er komið.
Bókamerkið fá allir þeir sem styrkja félagið um 3.000 kr. eða meira. Hægt er að styrkja félagið um lægri fjárhæð og tekur félagið þakksamlega á móti öllum framlögum, smáum sem stórum.
Markmið MS-félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MS-sjúkdómnum með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öfugri félags- og fræðslustarfsemi.
Í tilefni afmælis félagsins hefur félagið ráðist í að gera fræðslumynd um MS-sjúkdóminn. Myndin mun verða sýnd í Sjónvarpinu í september n.k. og veita almenningi fræðslu um sjúkdóminn og stöðu MS-fólks í dag.
Félagið gerði einnig fræðslumyndir 1994 og 2003 og á árinu 2011 kom út stuttmyndin MS og daglegt líf. Sjá slóðir á /?PageID=119
Árið um kring býður MS-félagið upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína svo sem:
Ykkar styrkur er okkar stoð
Það er alveg ljóst að félaginu væri það ekki mögulegt að halda úti sinni öflugu félags- og fræðslustarfsemi ef ekki kæmi til stuðningur almennings og góðgerðarsamtaka. Fjárframlög ríkis taka aðeins yfir brotabrot af starfseminni.
Það er gæfa félagsins að landsmenn hafa í gegnum tíðina stutt vel við félagið og vonum við því að landsmenn taki enn á ný vel á móti sölufólki okkar sem hringir út á kvöldin.
Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá Eddu Heiðrúnu Bachman og Ingdísi Líndal hjá MS-félaginu með bókamerkið.
Bergþóra Bergsdóttir