Hægt er að kaupa jóla-/tækifæriskort ársins 2018 með mynd Dereks K. Mundell og borðalmanak 2019 með vatnslitamyndum Eddu Heiðrúnar Backman víða um land.

Sjá lista yfir sölustaði

 

Borðalmanak 2019

AlmanakTil sölu er einstaklega fallegt borðalmanak ársins 2019 með vatnslitamyndum Eddu Heiðrúnar Backman.

Sjá má allar myndir almanaksins hér

Almanakið er einstaklega listrænt og fallegt og því hentugt til gjafa. Á dagatalið eru merktir helstu merkisdagar ársins, auk þess sem hægt er að skrifa inn á það sér til minnis.

 

Almanakið kostar 2.500 kr.

  

 

Tækifæris-/jólakort

kortJólakort ársins, sem jafnframt er tækifæriskort, prýðir að venju mynd eftir listamann.

Nú er um að ræða vatnslitaverk Dereks K. Mundellleiðbeinanda Eddu Heiðrúnar heitinnar, sem ber heitið Mosabrekka. Kortið hefur enga áletrun. 

 

5 kort með umslögum kosta 1.000 kr.

 

 

 

Lítil tækifæriskort

KortHægt er að kaupa 7 lítil kort í pakka með ýmsum myndum sem eru tilvalin með blómvendi eða litlum gjöfum til að koma stuttri kveðju til skila.

Kortin prýða myndir sem hafa verið á tækifæriskortum félagsins á undanförnum árum:

 

  • Byr undir báðum – Edda Heiðrún – 2011
  • Þrenning – Edda Heiðrún – 2012
  • Hvert örstutt spor – Edda Heiðrún – 2013
  • Sortulyng – Eggert Pétursson – 2015
  • Trú, von og kærleikur – Edda Heiðrún – 2016
  • Tveir þrestir – Edda Heiðrún – 2017
  • Mosabrekka – Derek Karl Mundell – 2018

 

7 kort með umslögum kosta 1.500 kr.

  

Sent eða sótt

Hægt er að fá vörurnar sendar með pósti eða nálgast þær á skrifstofu félagsins. Sími á skrifstofu er 568 8620 frá kl. 10 til kl. 15.

Ef óskað er eftir heimsendingu bætast 250 kr. við hverja einingu.

 

Stuðningur ykkar er okkar stoð

MS-félagið nýtur mjög lítilla opinberra styrkja og innheimtir mjög lágt félagsgjald svo velvild einstaklinga, félaga og fyrirtækja, m.a. með kaupum á varningi til sölu, stendur undir starfsemi og þjónustu félagsins. 

Hægt er að kynna sér aðra söluvöru félagsins eða hvernig styrkja má félagið á annan hátt hér

 

 

BB