Víða um land eru starfandi spjallhópar sem hittast reglulega, oftast einu sinni í mánuði. Í apríl sl. gerði Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir tilraun til að hóa saman þeim einstaklingum er hafa MS-greiningu á Norðurlandi vestra, en aðeins tveir mættu.  Fjölmargir höfðu þó samband við Auðbjörgu Ósk og lýstu yfir gleði sinni með framtakið, en vegna lítils fyrirvara voru ýmsar ástæður fyrir fjarveru. Þar sem margir voru ánægðir með þetta framtak var tekin ákvörðun um að hittast aftur á Kaffi Krók, í salnum sem snýr að götunni (efri-salnum), mánudaginn 13.maí kl 17:00.  

 

Þann dag er stefnan að setja niður áætlun fyrir næsta vetur, s.s. hvenær best er að hittast (eða hvort það sé áhugi hjá fólki að hittast).

 

MS er sjúkdómur sem getur sýnt svo mörg andlit, að af nægu er að taka í umræðum og fræðslu. Auðbjörg Ósk vonar innilega að fyrirvarinn sé nægur núna og að sem flestir komi með góða skapið og hugmyndir.

 

Áhugasamir geta haft samband við Auðbjörgu Ósk Guðjónsdóttur abbaosk@gmail.com , sími 847-5608

 

Á spjallfundum geta einstaklingar með MS-sjúkdóminn rætt um einkenni sjúkdómsins sem er mjög mismunandi og þeir sem ekki eru með MS eiga oft erfitt með að skilja. Einnig er oft rætt um lyf, aukaverkanir og annað sem liggur á fólki. Oft er líka rætt um allt annað. Þessir fundir eru oftast á kaffihúsi eða í húsnæði sem er með gott aðgengi og auðvelt að útvega veitingar. Einn aðili er ofast í forsvari fyrir hópinn og minnir á fundi, pantar húsnæði ofl. Þeir sem sækja þessa fundi eru  mjög ánægðir með að geta hitt aðra aðila sem eru með sama sjúkdóm og geta fengið stuðning og fræðslu.

 

Það eru starfandi hópar á Akureyri, Vestmannaeyjum, Reykjanesi, Akranesi og á höfuðborgarsvæinu á kaffihúsinu Amokka. Á heimasíðu MS-félagsins má finna upplýsingar um spjallhópana og fundartímar er auglýstir undir liðnum Á DÖFINNI. 

 

 

BG