Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
MS-félag Íslands hefur unnið að stækkun húsnæðis síns að Sléttuvegi 5 í Reykjavík í sumar. Viðbyggingin er nú orðin ágætlega fokheld og þeim áfanga fögnum við hjartanlega 30. ágúst n.k. milli klukkan 14;00-16:00 með vinum og velunnurum félagsins.
Í dag fögnum við áþreyfanlegum áfanga, þegar viðbygging húsnæðis MS-félagsins er orðin prýðilega fokheld. Það var fyrir 21 ári síðan að félagið hóf rekstur dagvistar fyrir MS-fólk. Það var hugsjón okkar frá byrjun, að standa þannig að aðhlynningu og þjónustu við MS-fólk, að hún yrði eins og best væri á kosið hverjum sinni. Starfsemin hefur því þróast og aukist í áranna rás og sem nauðsynlegt framfaraspor var fyrsti áfangi þessa húss tekin í notkun fyrir 12 árum síðan. Liðir í þeirri þróun, sem hefur orðið síðan eru fjölbreyttari meðferðarúrræði svo sem iðjuþjálfun, aukin sjúkraþjálfun og einstaklingsmiðaðri meðferð bæði læknisfræðileg og félagsfræðileg. Með aukinni þjónustu, nýjum og betri hjálpartækjum, sem gera sjúklingum og starfsfólki lífið léttara varð nauðsynlegt að ráðast í stækkun húsnæðisins. Eins og algengt er í félagsstarfsemi sem þessari er lagt upp með bjartsýnina eina að vopni, en höfðinglegt framlag Minningarsjóðs Margrétar Björgólfsdóttur til verksins gerði okkur kleyft að hefjast handa af krafti í þeirri vissu, að aðrir sem málið varðar mundu einnig leggjast á árarnar með okkur til að ljúka þessu mikilvæga verkefni.
Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra hefur einnig komið myndalega að verkinu.
Við höfum verið sérlega heppin með ráðgjafa og verktaka og vil ég nota tækifærið og þakka frábær störf. Svölurnar félag fyrrverandi flugfreyja sem hefur frá fyrstu tíð verið einar af okkar dyggustu stuðningsaðilum eru hér með okkur í dag, en þær gáfu félaginu lyftubúnað í nýbygginguna. Þessi búnaður sem er mjög dýr er afar kærkominn því hann gerir umönnunina léttari fyrir starfsfólk og sjúklinga. Við þökkum Svölunum kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Ég vona að við eigum hér öll ánægjulega samverustund