Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Taugafélögin á Íslandi hafa hrundið af stað landsátaki þar sem óskað er eftir því við landsmenn að þeir setji nafn sitt við áskorun þess efnis að Sameinuðu þjóðirnar geri að þróunarmarkmiði sínu að efla rannsóknir á taugakerfinu svo finna megi lækningu við sjúkdómum og skaða í taugakerfinu.
Hægt er að skrá nafn sitt og kennitölu með einföldum hætti á vefsíðuna taugakerfid.is.
Taugakerfið er vísindamönnum enn mikil ráðgáta þrátt fyrir rannsóknir í áratugi og því er engin lækning til við taugasjúkdómum eða mænuskaða. Talið er að í heiminum þjáist yfir milljarður manna af ýmsum taugasjúkdómum eða stríðir við varanlega andlega eða líkamlega fötlun í kjölfar sjúkdóma eða slysa vegna skaða í taugakerfi.
Nauðsynlegt er því að efla rannsóknir á alþjóðavísu þar sem með alþjóðlegu átaki gefst einstakt tækifæri á öflugri stefnumörkun um rannsóknir á taugasjúkdómum og taugaskaða, þvert á landamæri, með því að sameina krafta ólíkra sérfræðinga og vísindamanna og nýta þar með þekkingu, tíma og fjármagn sem allra best.
MS-félagið skorar á alla félagsmenn sína, fjölskyldur þeirra og vini að styðja við þetta einstæða sameiginlega átak sem vonandi mun skila auknum skilningi á taugakerfinu og þar með lækningu við taugasjúkdómum og taugaskaða þegar fram líða stundir.
HVETJIÐ ÆTTINGJA OG VINI TIL AÐ SKRÁ NAFN SITT UNDIR ÁSKORUNINA OG SÝNUM ALÞJÓÐASAMFÉLAGINU HVERS VIÐ ERUM MEGNUG J
Sjá umfjöllun Kastljóss 12. maí.
Að átakinu standa:
· Mænuskaðastofnun Íslands
· SEM, samtök endurhæfðra mænuskaddaðra
· MS-félag Íslands
· MND-félagið
· Lauf, félag flogaveikra
· Heilaheill
· Geðhjálp
· Parkinsonsamtökin á Íslandi
Átakið er að frumkvæði hinnar miklu baráttu- og kjarnakonu Auðar Guðjónsdóttur, stofnanda Mænuskaðastofnunar Íslands.
Bergþóra Bergsdóttir