Miðvikudaginn 25. október næstkomandi verður haldinn stefnumótunarfundur MS-félagsins. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og verður haldinn í félagsheimili Sjálfsbjargar Hátúni 12, frá kl. 9:00-13:00.

Með hröðum breytingum í lyfjamálum og betri greiningartækjum hafa framtíðarhorfur MS greindra bæst stórlega, en um leið hefur greiningum fjölgað og börn allt niður í 2ja ára hafa greinst með sjúkdóminn. Með breyttum tímum hafa því þarfir MS fólks og aðstandenda þeirra breyst. MS-félagið vill aðlaga sig breyttum aðstæðum og þörfum félagsmanna og því köllum við aðstoð ykkar, MS-greindra og aðstandenda, til að leiða félagið inn í breytta tíma. Í því skyni boðum við til opins vinnufundar með stjórn og starfsmönnum félagsins undir leiðsögn Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, ráðgjafa og sérfræðings í stefnumótun félaga og fyrirtækja, þar sem þið fáið tækifæri til að móta með okkur nýjar stefnur og markmið sem félagið getur beitt sér fyrir.

Þórey Vilhjálmsdóttir

„Þórey er með Bs. í viðskipta­fræði frá HÍ með áherslu á alþjóða­við­skipti og MBA frá Háskól­anum í Reykjavík og CEIBS viðskipta­há­skóla, Sjanghæ, Kína. Þórey býr yfir 20 ára reynslu af fyrir­tækja­rekstri, stjórnun, stefnu­mótun, viðskipta- og vöru­þróun, nýsköpun og teym­is­vinnu.
Hún hefur stofnað og stýrt fyrir­tækjum bæði á Íslandi og í Rúss­landi auk þess að leiða ýmis stór verk­efni og viðburði. Þórey hefur einnig reynslu úr stjórn­sýslu og stjórn­málum sem fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður innan­rík­is­ráð­herra og fram­kvæmda­stjóri borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæð­is­flokksins. Hún hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum m.a. í leik­skóla­ráði og mann­réttinda­ráði Reykja­vík­ur­borgar. Þórey er formaður ferða­mála­ráðs sem er iðnaðar- og viðskipta­ráð­herra til ráðgjafar í ferða­þjón­ustu.“ (www.capacent.is)

 

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að vera með okkur í að leiða MS-félagið inn í nýja tíma að mæta og vinna með okkur!

Skráning er hér á síðunni, einnig er hægt að senda póst á msfelag@msfelag.is, eða hringja í skrifstofu í síma 568 8620

Stefnumótun