Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Þann 18. janúar sl. var haldinn stofnfundur Stuðningsnets sjúklingafélaganna. Stuðningsnetið er samvinnuverkefni 14 félaga, má þar auk MS-félagsins nefna Alzheimer samtökin, Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Parkinsonsamtökin ásamt fleirum. MS-félagið hefur með styrk Norræna ráðsins átt stóran þátt í stofnun og þróun stuðningsnetsins, en Helga Kolbeinsdóttir, starfsmaður NMSR og MS-félagsins er umsjónarkona verkefnisins. Stuðningsnetinu er ætlað að skapa vettvang fyrir svonefndan jafningjastuðning, þar sem sjúklingum og aðstandendum þeirra er gefinn kostur á að ræða við einhvern í svipaðri eða sömu stöðu. Að greinast með langvinnan sjúkdóm er áfall fyrir einstaklinginn og aðstandendur hans og það hefur sýnt sig og sannað að jafningjastuðningur getur skipt sköpum fyrir einstaklinginn til að vinna úr áfallinu og finna sátt í nýjum aðstæðum. Stuðningsnetið er opið öllum, og við hvetjum MS-greinda og aðstandendur þeirra eindregið að nýta sér þessa þjónustu. Á heimasíðu Stuðningsnetsins, www.studningsnet.is , má finna nánari upplýsingar um ferlið, hugmyndina á bakvið verkefnið auk þess sem hægt er að senda inn beiðni um jafningjastuðning eða fylla út umsókn til að gerast stuðningsfulltrúi. Einnig má hafa samband beint við Helgu í síma 568-8620 eða á netfangið umsjon@studningsnet.is.