Nú í vetur verður boðið upp á stuðningshópa fyrir nýgreinda og aðstandendur sem hittast að jafnaði einu sinni í mánuði í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.

Hóparnir verða undir handleiðslu Helenu Unnarsdóttur, nýs félagsráðgjafa MS-félagsins.

Ekki þarf að skrá sig sérstaklega til þátttöku, bara mæta á staðinn.

 

Stuðningshópur fyrir nýgreinda - 26. september '24 kl. 16.30-18.00

 

Opinn stuðningshópur fyrir fólk með nýlega MS greiningu (miðað er við 0-3 ár) sem kemur saman og ræðir m.a. um viðbrögð við greiningu, áhrif á daglegt líf, helstu áskoranir og bjargráð.

Hópurinn er undir handleiðslu Helenu Unnarsdóttur félagsráðgjafa.

„Þegar maður greinist með sjúkdóm eins og MS er svo gott að hitta fólk í sömu aðstæðum og ræða málin.“

Hér er hlekkur á viðburð á FB. 

 

Stuðningshópur fyrir aðstandendur - 10. október '24 kl. 16.30-18.00Stuðningshópur fyrir aðstandendur

 

Opinn stuðningshópur fyrir aðstandendur MS fólks, maka, foreldra, uppkomin börn eða systkini. Rætt er um MS sjúkdóminn, viðbrögð við greiningu, áhrif á fjölskyldumeðlimi, daglegt líf fjölskyldu o.fl.

Hópurinn er undir handleiðslu Helenu Unnarsdóttur félagsráðgjafa.

„Virkilega gott að hitta fólk sem skilur mann og þekkir það sem maður talar um.“

Hér er hlekkur á viðburð á FB. 

 

 

Námskeið

Námskeiðsframboð MS-félagsins er í endurskoðun eins og er og ekki opið fyrir skráningar.

Námskeið verða auglýst hér og á miðlum félagsins þegar þau hafa verið sett á dagskrá.