Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
MS-félagið býður upp á stuðningsviðtöl hjá Berglindi Jónu Jensdóttur, sálfræðingi.
Viðtölin hefjast aftur 14. janúar og er opið fyrir bókanir á Noona og á skrifstofu félagsins. Ef engir lausir tímar eru í bókunarkerfinu er hægt að skrá sig á biðlista hjá skrifstofu félagsins í síma 568 8620 eða með tölvupósti á msfelag@msfelag.is
Stuðningsviðtölin standa félagsmönnum sem eru með MS og nánum aðstandendum þeirra til boða og eru endurgjaldslaus.
Viðtölin fara fram í notalegu viðtalsherbergi í MS-húsinu að Sléttuvegi 5.
Einnig er hægt að óska eftir fjarviðtali í gegnum öruggt kerfi, Kara Connect, sem er viðurkennt af bæði Landlækni og Persónuvernd. Þjónustan er því í boði fyrir félagsmenn okkar alls staðar á landinu.
BÓ