Undir lok febrúar verður boðið upp á stutt námskeið fyrir unga nýgreinda þar sem m.a. Haukur Hjaltason taugalæknir mun halda erindi, sem og Birna Ásbjörnsdóttir næringarlæknisfræðingur, sem mun halda erindi um mikilvægi heilbrigðrar þarmaflóru og veita næringarráðgjöf. Sigríður Anna félagsráðgjafi hefur umsjón með námskeiðinu.

 

Dagskrá: 

Laugardagurinn 25. febrúar kl. 11  -  16. Boðið er upp á veitingar.

·        Hópefli

·        Kynning

·        Viðbrögð við MS-greiningu. Tilfinningar (reiði, biturleiki, sorg, vonbrigði).

·        Streita og jafnvægi í daglegu lífi

·        Slökun

·        Sjálfshjálparhópur

·        Næringarráðgjöf

 

Þriðjudagurinn 28. febrúar kl. 17 – 19.  

·        Haukur Hjaltason taugalæknir

 

 

Miðað er við að þátttakendur séu yngri en 35 ára.

Námskeiðið verður haldið í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.

 

Námskeiðsgjald er 5.000 kr. Þeir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um ferðastyrk.

 

Skráning í síma 568 8620 á milli kl. 10 og 15 alla virka daga eða með tölvupósti á msfelag@msfelag.is   

 

Fyrirvari er um að lágmarksþátttaka náist.

 

 

BB