Félaginu bárust góðar gjafir fyrir jólin.  Nú rétt fyrir jólahátíðina bárust MS-félagi Íslands tvær gjafir, samtals tæplega 1,1 milljón krónur. Félagið sendir viðkomandi aðilum sínar allra bestu þakkir fyrir auðsýnda velvild.

Þriðjudaginn 21. desember þegar sólin er lægst á lofti og hátíð ljóssins að ganga í garð fengum við góða heimsókn. Eiríkur Þór Einarsson yfirmeistari Ingólfs, Oddfellowstúku nr. 1, ásamt félögum komu færandi hendi. Guðmundur Guðmundsson formaður líknarnefndar afhenti félaginu 300 þúsund króna gjafabréf. MS-félagið þakkar Oddfellowstúkunni Ingólfi fyrir höfðinglega gjöf. Myndin er frá afhendingu gjafabréfsins.

Félagið fékk einnig ánægjulegt símtali fyrir jól, en það var frá Arnari Björnssyni sem er í forsvari fyrir starfsmannafélag upplýsingatæknifyrirtækisins Teris. Starfsmannafélagið hefur þann háttinn á, að í hverjum mánuði leggja starfsmenn ákveðna upphæð í sjóð og fyrirtækið leggur svo á móti. Fyrir jól tilnefna svo starfsmenn líknarfélög og er síðan dregið út nafn þess félags sem styrkinn fær. Að þessu sinn kom nafn MS-félagsins upp. Félagið fær 780 þúsund krónur. MS-félagið færir starfsmannafélagi Teris bestu þakkir.

BG